Í þýsku borginni München er afar skemmtilegt safn sem kallað er ZAM eða Zentrum für außergewöhnliche Museen sem þýða mætti sem miðstöð óvenjulegra safna.
Í safninu eru stöðugt í gangi 7 sýningar, þar á meðal 2000 eintök af koppum eða "næturgögnum", páskahérar í gegnum tíðina, "ilmsafn", hundruðir lása og þar með talin skírlífisbelti (!), og fleira.
Safnið er staðsett í nágrenni dómkirkjunnar, að Westernriederstrasse 41, milli Isator og Viktualienmarkt. Það er opið frá 10 - 6 daglega.
Comments