Eitt af mörgu sem freistar ferðalanga í Róm eru söfnin í Vatikaninu. Þá er snjallt að vera búin/nn að undirbúa sig svolítið fyrirfram og það er hægt með því að skoða t.d. vefsíðu safnanna:
http://mv.vatican.va/ - Þar er að finna heilmikinn fróðleik um sögu safnanna o.fl. sérsýningar, skoðunarferðir með leiðsögn og svo mætti lengi telja.
Upplagt er að skella sér í sérskipulagða skoðunarferð með leiðsögn um Vatikansöfnin og Péturskirkjuna og losna alveg við biðraðir. Þannig má spara dýrmætan tíma.
Á vef Fodors.com er einnig hægt að kynna sér sögu safnsins í ágætri grein: Musei Vaticani.
Munið að klæðaburður skiptir máli - engar stuttbuxur og berar axlir...!
Fjölbreytt gisting í Róm - allir verðflokkar