Það eru víðar selir en á Íslandi! Líklega dettur fólki ekki England í hug þegar minnst er á seli en staðreyndin er sú að þar er að finna afar skemmtilegt sellátur, Donna Nook, á ströndinni í Lincolnshire um miðja vegu milli bæjanna Cleethorpes og Mablethorpe.
Það var einn af lesendum Ferðalangs sem kom með þessa skemmtilegu ábendingu og kom því til leiðar að Ferðalangur fékk að njóta nokkurra mynda sem bresk hjón, þau Christine og David Bell, tóku af sellátrinu í heimsókn sinni þangað s.l. haust.
Það eru einmitt haustin sem eru líflegasti tíminn í Donna Nook enda flykkjast þangað áhugasamir ferðalangar frá lokum októbermánaðar til loka desembermánaðar, því þarna er einstaklega gott að komast í návígi við selina og ná frábærum myndum!
Fleiri myndir frá Donna Nook:
http://magga.typepad.com/photos/donna_nook/
Comments