Ferðalangur átti þess kost að ferðast með heilum karlakór til Ítalíu fyrir nokkrum árum og var þá meðal annars komið við í Feneyjum. Að sjálfsögðu var lagið tekið á hinu fræga Markúsartorgi fyrir mann og annan. Þetta var Karlakórinn Hreimur að norðan og hér fyrir neðan má sjá lítinn myndbút sem tekinn var af því tilefni. Þeir taka sig vel út, karlarnir.