Mörg nunnuklaustur (og raunar munkaklaustur líka) á Ítalíu hafa nú opnað dyr sínar fyrir ferðamönnum, þar á meðal klaustur í Róm. Sum klaustur bjóða gistingu sem líkja má við hótel, önnur bjóða afar einfalda gistingu (án sjónvarps, síma o.s.frv.)
Morgunmatur er oft innifalinn og sum klaustur bjóða jafnvel upp á ódýran en staðgóðan kvöldverð sem nunnurnar bera fram.
Gisting sem þessi er t.d. kjörin fyrir konur sem ferðast saman eða jafnvel einar. Látið ykkur þó ekki bregða við reglur sem kunna að gilda um "útivistartíma"... Sjá nánar á eftirfarandi síðum: