Tvær ábendingar um góða veitingastaði í London:
Indverskur grænmetisstaður í suðurhluta London: Kastoori. Það er Thanki fjölskyldan sem rekur hann og starfsfólkið ku vera afar liðlegt. Máltíðinni er upplagt að ljúka með kulfis (indverskum ís). Sanngjarnt verð kemur á óvart!
Ef leiðin liggur um Trafalgar Square og the National Gallery, er gott að fá sér hádegisverð eða kaffipásu í Portrait Restaurant sem er í the National Gallery. Þaðan er mjög fallegt útsýni yfir London (Þinghúsið, the Eye og Big Ben)
Comments