Fyrir þær konur sem ætla sér að ferðast til Cambridge má til gamans geta þess að þar er skemmtileg krá sem tekur vel á móti konum!
Kráin heitir The Cambridge Blue og þar er starfsfólki sérstaklega ætlað að vera vinalegt við konur sem eru einar á ferð...
Staðurinn er í Gwydir Street, nálægt járnbrautarstöðinni. Afar týpískur "pöbb" með góðu úrvali af bjór og vínum sem og óáfengum drykkjum.
Maturinn þar þykir einnig mjög góður - staðurinn er reyklaus og ef farsíminn þinn skyldi slysast til að hringja þar inni ertu sektuð um 50 pence sem renna til góðgjörðamála!