Ef ætlunin er að dvelja miðsvæðis í Oxford á góðum stað án þess að bruðla um of er Rewley House góður möguleiki. Það er rekið af Oxford University's School of Continuing Education og býður einfalda en þægilega gistingu í hjarta Oxford við Wellington Square.
Rewley House er aðeins í 5 mínútna fjarlægð frá stöðinni Gloucester Green.
Gistingin er í göngufæri við allt það helsta í Oxford og einnig steinsnar frá Jericho svæðinu með mörgum skemmtilegum veitingastöðum.
Morgunverður er innifalinn en mæta þarf í hann fyrir kl. 9:00.
Comments