Ferðalangur heimsótti eldfjallið Etnu á Sikiley í júní 2006 og 2007 og tók þá nokkrar myndir af þessu fræga fjalli, bæði í súld og í sól.
Algengt er að ekið sé upp í hlíðar Etnu sunnanmegin. Þá er ekin hraðbrautin A18 (Catania-Messina) og ekið út af henni við borgina Cataniu, tekin stefnan á Gravina og svo þorpið Nicolosi sem margsinnis hefur þurft að "verjast" eldfjallinu. Loks er ekið upp að svæði sem heitir Rifugio Sapienza en það stendur í 1910 m hæð yfir sjávarmáli. Etna er hins vegar um 3200 m há.