Ferðalangur hefur lengi haft mikla trú á heitum böðum og heilsulindum. Því er upplagt að nefna þekktan stað í Ungverjalandi, Heviz (Hévíz), sem liggur skammt frá vestari enda Balatonvatns.
Það ku vera nóg af böðum í Búdapest frá ýmsum tímum, s.s. frá tímum Tyrkja, Habsborgara, kommúnista og kapítalista... en þegar Ungverjar fara í frí, taka þeir lest til Heviz þar sem er að finna stærstu, heitu uppsprettu Evrópu, eins og lítið stöðuvatn. Til Heviz sóttu Rómverjar fyrir 2000 árum og fyrir 200 árum var byggð upp heilsumiðstöð hjá vatninu.
Vatnið er afar steinefnaríkt og á botni þess er þriggja feta þykkt lag af brennisteinsleir sem á að létta lífið hjá þeim sem þjást af ýmis konar gigtarsjúkdómum, húðsjúkdómum o.fl.
Hótel og fjölbreyttir gistimöguleikar í Heviz
Upplýsingar um Heviz (velja ensku)