- Hringdu aldrei úr síma hótelsins, skiptu aldrei peningum á hótelinu og láttu aldrei þvo af þér þar. Öll þessi atriði eru afar dýr og aðeins í boði til að hótelin geti lagt mikið á þau.
- Skiptu peningum í t.d. hraðbanka/banka, notaðu farsíma eða almenningssíma og finndu "þvottahús" til að þvo fötin.
- Ekki nota "skiptistofur" á götum úti til að skipta peningum - finndu heldur banka - því stærri því betra, því þeir hafa hagstæðasta gengið.
- Pakkaðu eins litlu og þú mögulega getur. Þungur farangur getur verið hin mesta byrði, bæði peningalega og líkamlega - þú getur þurft að borga dyravörðum og leigubílstjórum þjórfé og ert enganveginn jafn frjáls að hlaupa á milli hótela til að bera saman verð.
- Sem ferðamaður skaltu borða eina máltíð á dag eins og þú værir í útilegu. Keyptu þér brauð, kæfu, osta og vín í einhverju "delicatessen" eða í stórmarkaðinum og njóttu matarins á bekk í glæsilegum almenningsgarði, meðfram fallegri á eða jafnvel uppi á hótelherbergi. Þú sparar pening og borðar hollan og góðan mat í ofanálag.
- Þegar farið er á veitingastað erlendis er upplagt að skipta réttinum á milli tveggja; deila matnum með ferðafélaganum. Pantið einn forrétt og einn aðalrétt og skiptið á milli ykkar - oftast er þetta meira en nóg og tekist hefur að spara 50%!
- Aldrei skyldi dæma hótel eftir ytra útliti þess. Stundum er hagkvæmustu gistinguna að finna í aldagömlum byggingum. Ekki láta heldur skort á flottri hótelmóttöku fæla frá - fáðu einfaldlega að skoða herbergin.
- Þegar þú heimsækir stórborgir er upplagt að læra að nota ódýru almenningssamgöngurnar s.s. neðanjarðarlestir, sporvagna eða venjulega almenningsvagna. Njóttu þess að horfa út um gluggann; þú sparar ekki aðeins pening heldur sérð líka hvernig fólk býr.
- Farðu í skoðunarferðir á tveimur jafnfljótum, ekki plana allt fyrirfram og láttu ferðamannagildrur eins og rútuferð um borgina eiga sig. Þú sérð svo miklu meira gangandi - og hefur líka tækifæri til að skoða alla frægu staðina s.s. stytturnar og söfnin sem ferðamannarúturnar heimsækja. Kíktu inn í húsagarða, inn á lóðir skóla og sjúkrahúsa, heimsæktu matvöruverslanir og aðrar verslanir og spjallaðu við íbúana.
- Kauptu leikhúsmiða þar sem íbúar staðarins kaupa þá - t.d. á sýningardegi fyrir helming verðs. Ef þú ert í stórborg skaltu spyrja hvar leikhúsmiðar á afslætti fáist.
- Ekki ferðast til neins staðar án þess að hafa fyrst keypt þér "budget" handbók um staðinn. Þó þú kunnir að vita ýmislegt um staðinn fyrir, er alltaf hægt að finna einhverjar góðar ábendingar um ódýra gistingu, veitingastaði eða viðburði.
.