Það eru ekki bara milljónamæringar sem geta notið dásemda ítölsku eyjarinnar Sardiníu eins og Ferðalangur komst sjálfur að raun um fyrir nokkru síðan. Á vefsíðu telegraph.co.uk er ágætis grein um Sardiníu: Enjoy a rich legacy at budget prices þar sem heimsóttir eru margir staðir á norðurhluta eyjarinnar en einnig á vestur og suðurhluta hennar.
Á Sardiníu eru margar af fegurstu ströndum Miðjarðarhafsins og Costa Smeralda ásamt bænum Porto Cervo er með þeim frægustu á Sardiníu. Þar með er þó ekki allt upp talið - því hvar vetna eru fallegir staðir og engin ástæða til að halda sig eingöngu á þekktum stöðum.