Apartments Duval heitir ágætis gistimöguleiki í Frankfurt.
Um er að ræða íbúðir í venjulegu íbúðarhúsi við ána Main í hverfi sem heitir Bahnhofsviertel.
Íbúðirnar eru í göngufjarlægð frá járnbrautarstöðinni, Óperan í Frankfurt er rétt hjá og sömuleiðis gyðingasafnið "Jewish Museum" í fárra skrefa fjarlægð. Stutt í U-bahn (neðanjarðarlest) og yfir í Sachsenhausen hverfið.
Þetta er ódýr og þægileg gisting fyrir þá sem kjósa að hafa eldhúsaðstöðu og ráða sér svolítið sjálfir.