Það er komið haust, senn líður að jólum og ekki ólíklegt að einhverjir taki sig upp og heimsæki jólamarkaði í löndum mið-Evrópu í desember.
Á jólamörkuðunum ríkir afskaplega notaleg og afslöppuð stemming eins og margir þekkja nú þegar. Markaðirnir eru haldnir utandyra, þar sem sölumenn koma sér fyrir í básum, fagurlega skreyttum þar sem hillur svigna undan gjafavöru, jólabakkelsi af ýmsu tagi, handverki o.fl.
Loks er upplagt að bragða á jólaglöggi og fá sér pylsur þegar maginn segir til sín!
Oftast eru markaðirnir haldnir á torgum nálægt kirkjum, bæði í bæjum og borgum. Fyrir þá sem vilja forvitnast meira um hvar svona markaði er að finna má benda á eftirfarandi vefi:
- Þýskaland: www.cometogermany.com
- Austurríki: www.austria.info
- Tékkland: www.czechtourism.com
- Ungverjaland: www.gotohungary.com
Mynd: Jólamarkaður í Rothenburg, Þýskalandi