Íslensk hjón vilja vekja athygli á íbúð sem þau geta leigt íslenskum ferðalöngum á besta stað í Berlín. Slóðin er: www.simnet.is/tabla og þar stendur m.a.:
"Íbúðin er í Lychener strasse í Prenzlauer Berg sem er líflegt og vinalegt hverfi og tilheyrir hinum gamla borgarhluta Berlínar. Flest húsin í hverfinu eru fallega uppgerð í gamla andanum og þau hreinlega skína af nýrri málningu. - Í hverfinu er mikið úrval af skemmtilegum verslunum, börum, kaffihúsum og klúbbum. Um leið og komið er út úr íbúðinni er gengið inn í fjölbreytt og áhugavert mannlífið. Frábær bakarí eru í næsta nágrenni."