Journeywoman heitir vefsíða sem helgar sig ferðalögum kvenna víða um heim. Á einni síðu þeirra, An Expert's Safety Tips for Female Travellers, eru nokkur heilræði fyrir konur sem vilja gjarnan minnka líkurnar á að lenda í klónum á vasaþjófum á ferðum sínum um ókunnar slóðir.
Á síðunni er m.a. mælt með því að konur klæðist svipuðum fötum og aðrir þarlendir vegfarendur, að þær séu ekki í þröngum, áberandi fötum (!), beri poka með merki nálægrar matvörubúðar eða stórmarkaðar (og geymi jafnvel myndavélina þar...) o.s.frv. Fróðleg lesning og eitthvað til að velta fyrir sér.