Eftirfarandi ráðleggingar eru þýddar og staðfærðar úr greininni 12 Lessons Learned from a Life on the Road af vefsíðu Frommers.com. Þær koma frá þaulvönum ferðamönnum sem þurfa mikið að ferðast vinnu sinnar vegna.
Þessir vönu ferðalangar segja sem svo "Það er engin skemmtun að ferðast..." Skrýtin fullyrðing en kannski ekki svo fráleit þegar hún er skoðuð betur. Það getur einfaldlega verið býsna erfitt að ferðast og mikil vinna. Ferðalög snúast ekki bara um brosandi flugfreyjur og notalegt starfsfólk í gestamóttöku... brosið er oft fljótt að hverfa eða í það minnsta að "stirðna" þegar einhver aukakostnaður kemur ferðafólki á óvart...