Á ferðavef Travel Telegraph má skoða nýjan leiðbeiningarbækling um Liverpool, borgina sem margir tengja fyrst og fremst Bítlunum. Hvað er t.d. markverðast að skoða? Hvar er gaman að borða úti? Hvar er skemmtilegt að versla?
Það kemur í ljós að Liverpool á sér langa sögu. Saga hennar hefst um 1207 en þá er Liverpool einungis lítið þorp og er býsna smátt í sniðum sem slíkt alveg fram undir aldamótin 1700. Verslun og viðskipti af ýmsum toga valda því að litla þorpið stækkar og árið 1699 leggur upp fyrsta þrælaskipið frá Liverpool til Afríku. Einni öld síðar er Liverpool orðin miðstöð þrælaverslunar Breta. Þetta vissi Ferðalangur t.d. ekki.
Þetta og margt fleira í bæklingnum Liverpool Travel Guide.
Hótel og gisting í Liverpool
[Mynd er af "The Three Graces "í Liverpool - fengin af Wikitravel - Liverpool undir skilmálum Creative Commons]