Ferðalangur kynnir skemmtilegan möguleika varðandi siglingar á vegum CruiseCompete. Þú velur á hvaða tíma þér hentar að fara, hvert þú vilt fara og jafnvel með hvaða siglingafélagi (af þeim 29 sem í boði eru) og síðan lætur þú gera þér tilboð í ferð.
Þú eignast þitt svæði á vef CruiseCompete og færð síðan meldingu um að komin séu tilboð frá sölumönnum ýmissa ferðaskrifstofa. Þú ert ekki bundinn af neinu, heldur getur skoðað tilboðin og metið.
Í boði eru ferðir frá borgum um heim allan, bæði borgir innan Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar. Þetta er spennandi leið og gæti þýtt umtalsverðan sparnað ef tilboðin eru góð. Sérstaklega er vert að benda á siglingar milli fegurstu borga Evrópu á stórfljótum eins og t.d. Dóná.