Það að setjast niður milli 3-5 síðdegis og fá sér tesopa og "með því" er svona um það bil sá enskur siður sem gæti talið "enskastur" ... Myndin hér til hliðar er frá Ritz hótelinu en síðdegissopinn gerist vart flottari en einmitt þar.
Ef þú ert í sporum ferðalangsins og hefur t.d. þrammað um stræti London, inn og út úr verslunum og söfnum, þá áttu einfaldlega skilið að setjast niður og fá þér góðan tebolla. Þú mátt eiga von á góðu úrvali tetegunda, litlum samlokum þar sem búið er að skera skorpuna af, heitum skonsum með rjóma og sultu, úrvali af kökum, smákökum og öðru slíku sætmeti.
Besti staðurinn í London til að fá sér te er auðvitað Buckingham Palace en það er líklega þrautin þyngri að verða sér úti um boð í garðpartíin þar.
Flottustu hótelin í London eru fræg fyrir síðdegistesopann - t.d. Ritz, Savoy og Waldorf hótelin en verðið þar er eftir því. Hinsvegar er ógleymanlegt að leyfa sér að upplifa stemninguna svona einu sinni...
Hér fyrir neðan eru dæmi um nokkra vel valda staði þar sem hægt er að njóta þess að setjast niður og fá sér síðdegiste í London: