Frá Amadeus.net kemur þessi þægilega og bráðnauðsynlega síða Subway Maps. Hér er hægt að fletta upp kortum af neðanjarðarlestarkerfum borga í öllum heimsálfum. Taka má dæmi eins og Búdapest, Köln, Barcelona, Berlín, London, Róm og ótal aðrar borgir.
Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband á ensku með tíu góðum ráðum varðandi myndatökur á ferðalögum. Myndbandið heitir: 10 top tips for travel photographers og er fengið af YouTube.com.
Það eru til margar aðferðir við að pakka ofan í ferðatösku og skipuleggja sig... hér kemur ágætis myndband af Youtube.com sem heitir Pack it up travel tips eftir Anne McAlpin. Það er ekki ólíklegt að myndbandið geti gefið mörgum góðar hugmyndir.
Hægt er að leigja sumarhús erlendis á hvaða árstíma sem er.
Hjá E-domizil er hægt að skoða tilboð sem bjóðast með skömmum fyrirvara, s.k. "Last minute" tilboð. Hjá þeim er völ á sumarhúsum í yfir 50 löndum, gjarnan á einstaklega hagstæðu verði.
Róm Róm er einn af þeim stórmerkilegu stöðum hér á jarðkringlunni þar sem hægt er að upplifa mannkynssöguna í mörgum lögum. Við hvert fótmál leynast ómetanlegar fornleifar eða listaverk, freistandi veitingastaðir, hrífandi götumyndir eða annað sem fær ferðamanninn til að...
Það getur verið gott að kunna skil á nokkrum siðum og venjum áður en ferðast er til Ítalíu Ítalskar tímasetningar Ítalir hafa nokkuð fastmótaðar tímasetningar fyrir mat og drykk og heimsóknir í söfn og kirkjur. Það er því ástæða til...