Það er segin saga að þegar farið er að skoða stafrænu ljósmyndirnar úr draumaferðinni, þá má oftast ýmislegt að þeim finna, t.d. ójafnvægi í birtu og ljósi innan myndarinnar.
Í PC Magazine er að finna grein fyrir lengra komna - þá sem fikta við Photoshop og Photoshop Elements og vilja læra nokkur undirstöðuatriði til að laga myndirnar. Greinin heitir einfaldlega Four Ways to Improve Your Digital Photos.
Myndin hér að ofan hefur ekkert með efni greinarinnar að gera að öðru leyti en því að Ferðalangur var mikið að velta fyrir sér hvernig best væri að stilla myndavélina og birtuskilyrðin þegar þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum í Römish Germanisches Museum í Köln af vagni sem hefur verið endurbyggður að hætti Rómverja.
Senda á Facebook