Nokkur hótel í Barcelona sem lesendur Ferðalangs hafa gist á
Acevi Villarroel****
Staðsett í hjarta Barcelona, mjög nálægt España torginu, Römblunni og Passeig de Gracia. Hótelið fær mjög góða einkunn. Líkamsrækt. Útisundlaug. Internet.
Apartments in Barcelona Corders
Íbúðirnar standa í Borne hverfinu, rétt hjá Picasso safninu og Mercat de Santa Caterina. Ramblan og ströndin í göngufæri. Internet. Hreinsað og skipt á rúmum á 3ja daga fresti. Greiða þarf 100 evrur í tryggingagjald við komu sem síðan fæst endurgreitt við brottför ef allt er í lagi með íbúðina.
Barcelona Princess****
Hótelið stendur í afar hárri og mikilli byggingu við Avenida Diagonal, á góðum stað í Barcelona. Á móti er Forum, rétt við er CCIB (International Convention Centre Barcelona) og ströndin rétt hjá. Á hótelinu eru 2 sundlaugar, önnur á 3. hæð og hin á 23. hæð! Líkamsrækt. Internet. Hótelið fær mjög góða dóma.
Eurostars Cristal Palace****
Hótelið er á mjög góðum stað - liggur á milli Passeig de Gracia and Römblunnar frægu. Rétt hjá hótelinu má líta tvö hús eftir arkitektinn Antoni Gaudí, La Pedrera og Casa Batló. Stutt að fara til að komast á Catalunya torgið og á Römbluna, sem og í Gotneska hverfið. Tilboð ef gist er í 3 nætur. Internet.
Hotel Market***
Staðsett miðsvæðis í Barcelona, rétt hjá Sant Antoni markaðinum á milli Catalunya torgsins og España torgsins. Í göngufæri við Römbluna í Gotneska hverfinu. Internet. Hótelið fær góða einkunn.
Hotel Nuevo Triunfo**
Hótelið er miðsvæðis í Barcelona og opnaði árið 2001. Sjö mín. gangur á Römbluna, 7 mín. með neðanjarðarlest til að komast á Plaça de Catalunya. Internet.
Husa Oriente***
Þetta hótel er á sjálfri Römblunni, miðpunkti Barcelona og þar af leiðandi rétt hjá hinu fallega Gotneska hverfi og fleiri skemmtilegum stöðum. Eitt af elstu hótelum í Barcelona, uppgert. Internet.
Park Hotel***
Staðsett í skemmtilegu hverfi, El Born, hverfi lista, tísku og veitingastaða. Internet. Hótelið fær mjög góða einkunn.
Vincci Arena****
Staðsett í hjarta Ciudad Condal hverfisins, rétt við Plaza de España. Nýlega uppgert. Líkamsrækt og sauna. Internet. Hótelið fær góða einkunn.