Eftirfarandi hótel/íbúðir eru meðal þeirra sem Íslendingar hafa gist á í Frankfurt am Main.
Apartments Duval
Sex góðar íbúðir í virðulegri byggingu á bökkum Main (sjá mynd hér til vinstri). Aðaljárnbrautarstöðin í göngufæri og stutt í neðanjarðarlest. Stutt í góða veitingastaði hinum megin við ána. Fín aðstaða. Internet í sumum íbúðum. (Ferðalangur hefur sjálfur dvalið þarna)
Concorde****
Staðsett í hjarta Frankfurt gegnt aðaljárnbrautarstöðinni. Allt það helsta í göngufæri, t.d. 800 m frá sýningarsvæðinu (bókamessunni) og einungis 15 mín. lestarferð á flugvöllinn.
Hotel Miramar Golden Mile****
Lítið hótel í hjarta Frankfurt, stutt í Römer Platz þar sem jólamarkaðurinn er haldinn á aðventunni. 100 m í hús Goethe og 80 m í bankahverfið. Internet.
Hotel Union*
Aðeins í 2ja mín. fjarlægð frá aðaljárnbrautarstöðinni og í 10 mín. göngufjarlægð frá sýningarsvæðinu (t.d. bókamessunni). Auðvelt að komast á flugvöllinn og í aðalmiðbæinn. Enginn Internetaðgangur. Morgunverðarhlaðborð.
Hotel Victoria****
Staðsett miðsvæðis nálægt aðaljárnbrautarstöðinni, óperunni, leikhúsinu og ráðhúsinu. Internet.
Villa Florentina***
Lítið og einkarekið hótel í Frankfurt Westend, miðsvæðis en í kyrrlátu hverfi. Aðeins 10 mín. gangur á sýningarsvæðið, aðaljárnbrautarstöðina, óperuna o.fl. Internet. Hótelið fær afar góða einkunn.
- Fleiri gistimöguleikar í Frankfurt am Main
- Ferðahandbækur á pdf formati (líka einstaka kaflar) fyrir Þýskaland og ferðaforrit fyrir Iphone