Það er vinsælt að fljúga til Friedrichshafen á sumrin. Það getur verið gott að vita af hótelum til að gista á í eina nótt (nú eða fleiri!) við komu eða brottför í nágrenni flugvallarins. Það má reyndar geta þess að svæðið í kringum Friedrichshafen er afar fallegt og hreint ekkert sem mælir á móti því að dvelja þar í nokkrar nætur. Íslendingar hafa m.a. gist á eftirfarandi hótelum:
Hotel Schöllhorn
Aðeins um 10 mín. akstur frá flugvellinum. Zeppelin-Haus og safn eru í 5 mín. fjarlægð. Járnbrautarstöðin í 300 m fjarlægð. Internet. Ókeypis bílastæði.
Hotel-Restaurant Traube***
Staðsett í útjaðri Friedrichshafen í 3ja km fjarlægð frá Bodensee og miðbæ Friedrichshafen. Internet. Ókeypis bílastæði.
Hacienda Hotel Restaurant
Lítið, fjölskyldurekið hótel nálægt miðbæ Friedrichshafen og aðeins 1.2 km frá Bodensee. Aðeins 3ja mín. akstur frá flugvellinum. Ekkert Internet. Ókeypis bílastæði.