Það eru margir sem nýta sér flug til Frankfurt Hahn - en ekki allir sem átta sig í fyrstu á að þetta er ekki flugvöllurinn við stórborgina Frankfurt am Main. Vinsælt er að gista í grennd við flugvöllinn, t.d. síðustu nóttina áður en flogið er heim. Hér má lesa um tvo gististaði sem Íslendingar hafa notað og tenglar í fleiri.
Airport-Hotel Fortuna***
Fjölskyldurekið hótel rétt við flugvöllinn, 5 mín. gangur/hægt að hringja eftir „skutlu“. Gjaldfrjáls bílastæði. Hljóðeinangraðir gluggar. Morgunverður ekki innifalinn. Hótelið fær mjög góða einkunn.
Landhotel Airport-Inn***
Staðsett í 1.2 km fjarlægð frá flugvellinum. Flugvallarskutla. Hljóðeinangruð herbergi. Veitingastaður. Internet. Morgunmatur ekki innifalinn. Gjald tekið fyrir bílastæði. Hótelið fær ágæta einkunn.