Hér fyrir neðan eru nokkur þeirra hótela sem Íslendingar, lesendur Ferðalangs, hafa heimsótt á undanförnum árum.
Absalon Hotel***
Eitt af fáum fjölskyldureknum hótelum í Kaupmannahöfn. Aðeins nokkurra mín. gangur í Tívolí.
CABINN City Hotel**
Staðsett í nágrenni Tívolí. Reyklaust.
Carlton Hotel Guldsmeden***
Hótelið stendur við Vesterbrogade, nokkurra mín. gangur til Tívolí og aðal járnbrautarstöðvarinnar. Skemmtilegt umhverfi, nóg af kaffihúsum og skemmtilegum smábúðum. Gott morgunverðarhlaðborð.
City Hotel Nebo**
Rétt við aðal járnbrautarstöðina í hjarta Kaupmannahafnar. Aðeins 12 mín. ferð með lest frá flugvellinum. Allt það helsta í þægilegu göngufæri.