Þekkir þú þinn rétt sem flugfarþegi?
Rétt er að benda á að lesa má sér til um allt er varðar réttindi flugfarþega á vef Flugmálastjórnar. Þar koma m.a. fram atriði sem varða seinkun á flugi, flugi aflýst, náttúruhamfarir, farþega neitað um far, líf- og líkamstjón, tjón á farangri og fleira.
Sem dæmi má nefna að þegar brottför seinkar um 2 klst. eða meira í styttra flugi og 3 klst. eða meira í lengra flugi (1,500 - 3,500 km) ber flugrekanda að aðstoða farþega á tiltekinn hátt s.s. að bjóða upp á hressingu eftir því hve töfin er löng. Tvö símtöl og tölvupóstur án endurgjalds, gisting auk ferða til og frá flugvelli ef þörf krefur.
Einnig má nefna reglur sem gilda um handfarangur og flugfélög á bannlista. Fróðlegur vefur sem ferðalangar ættu að hafa við hendina. ATH: Sé ágreiningur milli farþega og flugrekstraraðila er nú hægt að skjóta máli sínu til Flugmálastjórnar en breyting var gerð á lögum um loftferðir árið 2010 og hefur nú Flugmálastjórn úrskurðarvald í farþegamálum.
Upplýsingar um sama efni má einnig finna á vef Neytendastofu, www.neytendastofa.is.
[Uppfært í maí 2011]