Fyrir þá ferðalanga sem nota Ipod eða aðra álíka spilara er upplagt að búa sig undir langar flugverðir, akstur eða lestarferðir með því að hafa hljóðbækur til taks. Og það besta er að ekkert fer fyrir þeim!
Það er mikill misskilningur að hljóðbækur séu eingöngu fyrir börn, eldri borgara eða blinda/sjónskerta. Hljóðbækur eru alveg frábærar við ýmis tækifæri.
Ferðalangur sjálfur hefur ánetjast hljóðbókum af glæsilegum vef frá fyrirtækinu Audible sem býður upp á eitt mesta úrval hljóðbóka á ensku, yfir 30.000 titla af öllu tagi. Og þeim er hægt að hala umsvifalaust niður og hlusta á í tölvunni, brenna á geisladisk eða nota í Itunes og setja á Ipod eða í aðra mp3 spilara. Hægt er að prófa frítt í 14 daga. Það sem er hvað skemmtilegast er að geta hlustað á kafla úr hverri einustu bók áður en hún er keypt.