Samstarf Ferðalangs og umboðsfyrirtækisins Cartrawler á sviði bílaleigu hefur nú staðið í nokkur ár. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum oft afar hagstæð kjör á bílaleigubílum frá 800 bílaleigum á 9000 stöðum í 174 löndum (uppfært nóv. 2012).
Við pöntun er mismunandi hvort viðskiptavinum býðst að greiða staðfestingargjald eða fullt gjald og stundum er hægt að kaupa líka viðbótartryggingu strax við pöntun, s.k. Excess reimbursement insurance ef menn vilja, en það ætti í flestum tilvikum að vera hagstæðara en að gera það á staðnum. Athugið þó vel fyrst hvort þið eruð með kreditkort sem felur einhverjar slíkar tryggingar í sér.
Við pöntun á bílaleigubíl gildir ætíð að lesa vandlega það sem innifalið er í verði bílsins (Rate details) sem getur verið mismunandi á milli landa og bílaleiga og eins hvað felst í bókunarskilyrðum. Þegar bíllinn er tekinn þarf síðan að hafa allar staðfestingar og útprent með (voucher frá Cartrawler) og gott er einnig að hafa meðferðis símanúmer þjónustuvers Cartrawler ef spurningar vakna. Sími: +353 (0)1 499 9611.