Það er mikið annríki á flugvellinum í München en hann er vel skipulagður og auðvelt að komast inn í borg.
Flugvöllurinn skiptist í tvo hluta (tvo "terminala") og er stutt að fara á milli þeirra. Á milli terminal 1 og 2 er miðlægt svæði þar sem finna má margvíslega þjónustu og aðstöðu. Þar er m.a. upplýsingaþjónusta fyrir komufarþega (opin 24 tíma á sólarhring).
Flugvallarrúta - Lufthansa Airport Bus
Rútan flytur farþega frá flugvellinum til miðborgar München og stansar á aðaljárnbrautarstöðinni (Hauptbahnhof). Frá henni er hægt að halda áfram ferðinni með lestum eða leigubíl. Aksturinn með rútunni tekur u.þ.b. 40 mínútur og þegar þetta er skrifað kostar farið aðra leið 10,50 evrur. Hægt er að taka rútuna fyrir utan báða terminalana.
Lest til borgarinnar
Lestarstöð flugvallarins er í göngufjarlægð frá bæði terminal 1 og 2. Lestir (S-bahn) fara á 10 mínútna fresti til miðborgar München og hægt að velja um tvær leiðir. S1 og S8 fara báðar til aðaljárnbrautarstöðvarinnar en ólíkar leiðir.
Hótelskutlur
Sum hótel í München bjóða sérstakar hótelskutlur frá flugvellinum til hótelsins og svo öfugt, frá hótelinu á flugvöllinn. Athugið vandlega hvort ykkar hótel býður þessa þjónustu.
Leigubílar og bílaleiga
Ýmsar leigubílastöðvar bjóða þjónustu sína í München og eru leigubílastæði fyrir utan báða terminala og einnig fyrir utan miðsvæðið. Sömuleiðis eru allar helstu bílaleigur á svæðinu.
Rútan flytur farþega frá flugvellinum til miðborgar München og stansar á aðaljárnbrautarstöðinni (Hauptbahnhof). Frá henni er hægt að halda áfram ferðinni með lestum eða leigubíl. Aksturinn með rútunni tekur u.þ.b. 40 mínútur og þegar þetta er skrifað kostar farið aðra leið 10,50 evrur. Hægt er að taka rútuna fyrir utan báða terminalana.
Lest til borgarinnar
Lestarstöð flugvallarins er í göngufjarlægð frá bæði terminal 1 og 2. Lestir (S-bahn) fara á 10 mínútna fresti til miðborgar München og hægt að velja um tvær leiðir. S1 og S8 fara báðar til aðaljárnbrautarstöðvarinnar en ólíkar leiðir.
Hótelskutlur
Sum hótel í München bjóða sérstakar hótelskutlur frá flugvellinum til hótelsins og svo öfugt, frá hótelinu á flugvöllinn. Athugið vandlega hvort ykkar hótel býður þessa þjónustu.
Leigubílar og bílaleiga
Ýmsar leigubílastöðvar bjóða þjónustu sína í München og eru leigubílastæði fyrir utan báða terminala og einnig fyrir utan miðsvæðið. Sömuleiðis eru allar helstu bílaleigur á svæðinu.