Það getur í mörgum tilvikum verið góður kostur að skoða lestarferðir í stað flugs þegar komast þarf á milli staða á meginlandinu. Aðstæður ráða því hins vegar hvort þetta er ákjósanlegur valkostur, s.s. verð, fjarlægð, tímalengd ferðar o.s.frv.
TGV háhraðalestirnar (í eigu frönsku lestanna) gera okkur kleift að bóka í gegnum vefinn sinn, eitthvað sem ekki er alltaf hægt fyrir okkur Íslendinga. Þeir sinna ferðum út um alla Evrópu og hægt að skoða hjá þeim kort yfir lestarnetið þeirra. Ýmis er miðinn sendur með pósti, hægt að nálgast hann hjá frönsku lestunum ef ferðin hefst í Frakklandi en einnig er í sumum tilvikum hægt að prenta hann út sjálfur.
Ekki er ólíklegt að verðið sé oft dýrara en með hefðbundnum lestum - en með góðum fyrirvara og smá sveigjanleika ætti oft að vera hægt að fá miða á ágætu verði.