Eitt af því sem ferðalangar óttast hvað mest er að farangurinn skili sér ekki á færibandinu á áfangastað. Hver þekkir ekki kvíðann sem hríslast um huga og líkama þegar lengi er beðið? Flestir farþegarnir e.t.v. farnir úr farangurssalnum og svo LOKSINS birtist taskan og léttirinn er ólýsanlegur.
Hvað getur þú gert fyrirfram til að stuðla að því að farangurinn þinn skili sér, heill og óskemmdur?
- Merkja farangurinn mjög vel
- Tékka inn á réttum tíma
- Nota heilar, óskemmdar og góðar ferðatöskur (setja á töskuna sérstaka "ól" ef í vafa...)
- Láta ekkert standa út úr...
Hvað getur þú gert til öryggis ...ef...?
- Pakka lyfjum, tannbursta og smá fatnaði til skiptanna í handfarangur
- Taka myndir af töskunni og jafnvel því sem fer í hana
- Gera lista yfir það helsta sem fór í hana, ekki síst dýrustu hlutina
Ef taskan skilar sér ekki eða kemur skemmd
- Fylla STRAX út skýrslu á þjónustuborði í farangurssalnum (ekki yfirgefa salinn fyrr en það er búið) og láta vita af gististaðnum/stöðunum þínum næstu daga
- Fá uppgefið og niðurskrifað símanúmer hjá flugfélaginu/í flugstöðinni sem hægt er að hringja í og spyrjast fyrir um týndan farangur
- Passa vel upp á afritið af skýrslunni og skýrslunúmerið (sem þú þarft þegar þú hringir og spyrst fyrir...)
Oft skilar farangurinn sér nokkuð fljótt og skv. reynslu Ferðalangs sér flugfélagið um að senda töskuna til farþegans, jafnvel langar leiðir. En það borgar sig að kunna skil á þeim almennu reglum sem oftast gilda í þessum málum:
- Svo virðist sem líða þurfi 21 dagur áður en flugfélög geta formlega lýst yfir að taska sé "týnd". Þangað til hefur henni "seinkað".
- Yfirleitt er miðað við þessa sömu 21 dags reglu varðandi umsókn um bætur til flugfélagsins vegna töskunnar sem tapaðist . Hjá Icelandair kemur þó fram að sækja þarf um bætur INNAN 21 dags. Þá getur verið gott að hafa gert lista yfir einstaka muni/fatnað í töskunni.
- Kynnið ykkur einnig hvað tryggingarnar ykkar ná yfir í svona tilvikum.
- Kynnið ykkur skilmála hvers flugfélags sem þið fljúgið með um þann kostnað sem félagið greiðir vegna seinkunar á farangri, t.d. ef þið hafið þurft að kaupa fatnað o.s.frv. (haldið saman reikningum!)
Icelandair
- Hjá Icelandair þarf að fylla út sérstakt eyðublað fyrir farangursleit eftir 5 daga töf.
Wowair