Ferðalangur varð sér nýlega úti um bókina Homeopathic Guide for Travelers sem fyrst kom út í Þýskalandi árið 1983 en var síðan gefin út í Bandaríkjunum 2010.
Í henni eru gefin eftirfarandi ráð við flugveiki, eyrnaverk, höfuðverk og ógleði í tengslum við flug: Taka skal einn skammt af Belladonna 200 sex - tólf stundum áður en flugið hefst og annan skammt rétt fyrir flugtak. Sagt er að þessi remedía verki mjög fljótt og hægt að taka hana líka í flugvélinni ef einkenni gera vart við sig.
Að auki er er þeim sem glíma við flugkvíða og hræðslu, ráðlagt að taka Gelsemium 200, einn skammt daglega í viku fyrir flugverð. Og til að varna hræðslu ásamt tilfinningunni fyrir þungri tilfinningu í maga við lendingu eða í ókyrrð í lofti, er hægt að taka einn skammt daglega af Borax 200 í þrjá daga fyrir flugtak. Ef þetta dugar ekki til má taka skammt í vélinni sjálfri.
ATH: Einn skammtur er það sem venjulega er tekið af remedíum í hvert sinn, oftast 2-3 töflur eða dropar.
Þetta er sett hér til gamans - Ferðalangur hefur ekki prófað þetta ennþá á sjálfum sér en hyggst gera það við fyrsta tækifæri!