Vínarborg hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðalanga og sjálfsagt eru sækjast þeir eftir ólíkum hlutum á sínum ferðalögum. Fyrir marga er það þó trúlega arkitektúrinn, listirnar og sagan sem heilla. Ekki má heldur geyma matargerðinnni. En það sem togar án efa mest eru tækifærin sem gefast til að njóta lifandi tónlistar í Vín.
Ferðalangur er a.m.k. þeirrar skoðunar að það sé einfaldlega ekki hægt að koma til Vínarborgar án þess að fara á svo sem eins og eina tónleika. Hvergi annars staðar er eins gaman að hlýða á tónlist eftir Mozart, vínarvalsa eftir Straussbræður og tónlistina sem upprunnin er úr þeim jarðvegi sem Vínarborg er.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir nokkra staði sem hafa má í huga varðandi lifandi tónlist.
- Hofburg - Í keisarahöllinni eru nokkrir stórkostlegir salir þar sem hægt er að komast á tónleika með blöndu af sígildri tónlist (Mozart, Strauss o.s.frv.), óperusöng og jafnvel dansi.
http://www.hofburg-wien.at/ - Wiener Musikverein: Stóri glæsilegi salurinn þar sem nýárstónleikarnir fara alltaf fram eða aðrir minni. Hér er stöðugt framboð á tónleikum þar sem þekktustu tónskáld tónbókmenntanna eru í aðalhlutverki.
http://www.musikverein.at/ - Wiener Kursalon: Fyrir þá sem vilja njóta gæðatónlistar í fallegu tónleikahúsi og glæsilegu umvhefi. Hér urðu til "Promenade" konsertar Strauss bræðranna þar sem fyrirfólk Vínarborgar lét sig ekki vanta.
http://www.kursalonwien.at - Orangerie Schönbrunn - byggt á á árunum 1754 -1755. Hér fengu Vínarbúar gjarnan að hlýða á tónleika sem enginn annar en Wolfgang Amadeus Mozart stjórnaði. Þetta er stærsta barokk byggingin í Vín og önnur stærsta í Evrópu á eftir Versölum.
http://www.concertvienna.com/en/events/63 - Elysium: Vinsæll staður fyrir lifandi tónlist. Staðurinn er í gömlu katakombum Vínar og ku vera skemmtileg viðbót við næturlíf Vínarborgar. Það eru 3 dansgólf - eitt fyrir hverja tónlistar/danstegund. Margir barir, kokteilstofa með notalegum stólum og stór sundlaug.
http://www.elysium.at/Elysium/ - Mon Ami - vinsæll bar með aðstöðu fyrir einkasamkvæmi og fordrykki fyrir ýmsar samkomur. Gott snakk og súpur í boði. Á miðvikudögum má fá þar heimatilbúnar samlokur sem eru upplagðar ef þörf er fyrir einhverja meiri fyllingu. Plötusnúðar og hljómsveitir sjá um tónlistina flest kvöld vikunnar.
http://www.monami.at/ - Kunsthallencafé: Að degi til er þetta góður staður til að njóta "latte" þegar sólin er að koma upp. Einnig til að njóta lífsins og slaka á með lifandi tónlist - hér eru barir og góður veitingastaður sem býður spennandi blöndu af asískum-austurrískum-Miðjarðarhafréttum.
http://www.kunsthallencafe.at/ - Sargfabrik - Hér er mikil fjölbreytni í boði. Þetta er stærsta menningarmiðstöð Vínar með eigin stjórn með íbúðum, bar/kaffihúsi, konsertsal og fundarsal. Þetta er heimsóknarinnar virði, bæði til að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum sem og að njóta þarna tónleika.
http://www.sargfabrik.at/
Vantar hótel á góðu verði í Vínarborg?
Hér er m.a. hægt að kaupa miða á tónleika í Vínarborg: