Berlín er endalaus uppspretta þeirra sem skrifa um ferðalög. Ferðalangur rakst nýlega á ábendingu sem vert er að deila með lesendum.
Hverfið Friedrichshain í Berlín er að verða nokkuð þekkt sem skemmtilegt verslunarhverfi. Þar er lítið um verslunarkeðjur en meira um óhefðbundnar, sjálfstæðar verslanir sem selja vörur sínar mun ódýrara en hægt er að finna í öðrum hverfum.
Aðal lífið í hverfinu er að finna í kringum Boxhagener Platz, garðinum sem hýsir vinsælan bændamarkað á laugardögum og skemmtilegan flóamarkað á sunnudögum.
Næturlífið í Friedrichshain er líflegt - verslanir eru gjarnan opnar til kl. 20.00 á kvöldin og þjóna þá gjarnan viðskiptavinum sem e.t.v. hafa farið seint í háttinn kvöldið áður...