Hótel Botticelli heitir gott 3ja störnu hótel í Flórens, aðeins 5 mínútna gangur að safninu Accademia Gallery þar sem frumgerðin af styttunni David eftir Michelangeloer geymd. Að sögn ferðalangs sem þar hefur dvalið eru herbergin mjög þægileg, hreinlæti óaðfinnanlegt og þjónusta og öll aðstoð til fyrirmyndar.
Hótelið er í 16. aldar byggingu með svölum á efstu hæð og ekta freskum. Í nágrenningu er San Lorenzo markaðurinn (leður með meiru - ekki amalegt!) og 500 metrar í Santa Maria Novella járnbrautarstöðina.