Kannist þið ekki við að vera ávallt í vandræðum með smádót á ferðalögum eins og síma- og myndavélasnúrur, Ipod, myndavél o.fl.? Hér er ágætis lausn á því - lítið veski sem heitir Grid-it. Þau eru raunar til í nokkrum útgáfum. Í veskinu er hægt að festa smáhlutina undir breiðum og góðum teygjum sem halda þeim skikkanlega á sínum stað. Veskin fást hér.
Annar möguleiki er að nota hreinlega hárteygjur til að festa saman snúrur og smáhluti á ferðalögum og sumir nota hreinlega pappahólkana innan úr klósettrúllum fyrir snúrur - vefja þær upp og troða þeim í hólkana!
Síðast en ekki síst er oft hægt að fá glæra poka með rennilás í ýmsum verslunum og geyma smádótið í þeim.