Hvað gerir maður í París til að kynnast nýju fólki? - Ferðalangur dvaldi í París um nokkurra vikna skeið s.l. haust og velti því stundum fyrir sér hvaða leiðir væri færar án þess að gera nokkuð í því þá...
Hér koma hins vegar tvær ábendingar af vefsíðunni Journeywoman, sem vert væri að skoða fyrir þá sem eru einir á ferð í París og langar í félagsskap eða óhefðbundnari leiðir til að kynnast París.
Til er hópur sjálfboðaliða sem kallast Paris Greeters og þeir eru tilbúnir að deila París með gestum. Þannig er t.d. hægt að fara í gönguferðir með þeim og fá fyrirlestur um sögu hverfa o.fl. Þetta kostar að nafninu til ekkert þó að það sé vel þegið fyrir félagsskapinn að leggja til eitthvað til að halda starfi þeirra gangandi: http://www.parisgreeters.fr
Annar möguleiki er að hafa samband við The Paris Convention and Visitors Bureau sem einnig býður upp á ýmsa spennandi möguleika til að komast í tæri við Parísarbúa. Til að mynda bjóða þeir prógram sem heitir Meet the Parisians at work þar sem hægt er að heimsækja t.d. handverksfólk og skyggnast svolítið bak við tjöldin.
Það er a.m.k. engin ástæða til að láta sér leiðast í París...