Prag er borgin í hjarta Evrópu; borgin sem er einstaklega vel staðsett fyrir bæði evrópska ferðamenn sem og gesti frá öðrum heimsálfum. Prag er eins og margir vita stærsta borg Tékklands og jafnfram ein af stærstu borgum Evrópu.
Borgin varð fyrir miklum skemmdum í heimstyrjöldinni síðari en hefur síðan þá tekið miklum breytingum og er nú ein af vinsælustu áfangastöðum ferðalanga í veröldinni. Meðal þess sem dregur að er næturlíf borgarinnar. Klúbbar af ýmsu tagi og dansstaðir eru víða og auðvelt að gera sér dagamun ef svo ber undir. Hér fyrir neðan eru nefndir nokkrir af bestu kokteilstofum í Prag og síðan krár og pubbar.
Kokteilstofur í Prag
- Buggsys - einn af vinsælli stöðum í Prag, sér í lagi vegna skemmtiatriða og fjölbreytilegs úrvals kokteila sem þar er að finna. Á vínseðlinum má finna yfir 200 samsetta drykki sem útbúnir eru eftir kúnstarinnar reglum af reyndustu og bestu barþjónum sem finna má í borginni.
- Ocean Drive - "High-style" kokteilstofa sem þykir minna á Suður-Flórída á dögum Ernest Hemingway. Fjölbreytt úrval kokteila í boði sem þykja afbragðsgóðir.
- Tretters - Þessi bar er þekktur sem blanda af New York/Parísar stemmingu frá fjórða áratugnum í bland við nútímann. Inni fyrir er dimmrauður litur í hávegum hafður og virkar slakandi.
Krár og pubbar í Prag
- Aloha
Blanda af kokteilstofu, klúbbi og vínbar með tónlist - einkum vinsæll hjá yngri kynslóðinni. Þessi staður er svolítið falinn og íbúar ekkert mikið að auglýsa hann fyrir ferðamenn. Staðinn er að finna í u.þ.b. 3ja mínútna fjarlægð frá Old Town Square. Innréttingar í Hawai stíl. Mjög góðir drykkir og um helgar má finna þar plötusnúða sem spila tónlist frá ca. 1980 fram til dagsins í dag.
- Double Trouble Bar & Club
Klárlega einn af vinsælustu kjallarabörum í Prag. Á kvöldin er þar sæmilega rúmt um gesti þar til dansinn byrjar um miðnætti, þá er mikið um að vera. Ef þú ert hrifinn af troðningi og hávaða og elskar að dansa fram eftir nóttu, þá er þetta hugsanlega staður fyrir þig!
- Lavka Bar & Club
Yfir vetrarmánuðina er þetta góður staður til að slaka á yfir góðu vínglasi og taka svo sem eins og einn eða tvo snúninga á dansgólfinu. Á sumrin er þetta einna besti staðurinn til að kíkja út á lífið. Fjölbreyttir barir, dansgólf og verandir hafa gert þennan stað afar vinsælan fyrir bæði íbúa og erlenda gesti.