Það er ekkert einfalt að finna þokkalegt hótel í París á viðráðanlegu verði. Hér kemur eitt slíkt. Mjög látlaust, lítið hótel (32 herb.) á frábærum stað á Signubökkum, Hotel du Quai Voltaire, gegnt Louvre safninu. Hótelið er hreint og fallegt, herbergi eru lítil, ekkert sjónvarp, engin ísskápur en góð sturta, sími og hárblásari.
Stutt er í allar áttir, t.d. 600 m í d'Orsay safnið og Jardin des Tuileries auk Louvre eins og áður er nefnt.