Það úir og grúir af veitingastöðum í öllum ítölskum bæjum og borgum. Hvernig á ferðalangurinn að átta sig á því hvernig hægt er að finna góðan veitingastað?
Ferðalangur yfirheyrði ítalska vinkonu sína fyrir nokkru og fékk hjá henni nokkur góð ráð:
Ef þú vilt finna góðan veitingastað án þess að eyða um efni fram þá verðurðu að hugsa út í hverfið sem þú ert staddur í. Ertu í miðbænum? Ertu í vinsælu ferðamannahverfi? Þá geturðu nokkurn veginn gengið að því sem vísu að þú borgar meira fyrir matinn í slíku hverfi. Það er líka hætta á því að þú fáir ekki endilega betri mat þó hann kosti meira.
Continue reading "Hvernig á að finna góðan veitingastað á Ítalíu?" »