Hverjar eru algengustu ástæður þess að farangur týnist? Skv. grein af mnsbc.com - Travel tips, eru aðallega fjórar ástæður fyrir því týndum farangri:
1. Miðinn með nafni ákvörðunarstaðar (sem settur er á af flugvallarstarfsmanni þegar töskur eru tékkaðar inn) hefur prentast illa út - er ólæsilegur eða rifnar af einhvers staðar á leið í gegnum "kerfið". Ef til vill er taskan ný í þokkabót og eigandinn hefur gleymt að merkja hana...
2. Eigandi töskunnar gleymir hreinlega að taka hana á ákvörðunarstað.
3. Flugvallarstarfsmaður setur rangan kóða fyrir ákvörðunarstað á töskuna í "check-in" ferlinu.
4. Taskan fer í ranga flugfél þrátt fyrir réttar merkingar
Hvað getur þú gert til að koma í veg fyrir svona mistök?
- Fáðu að kíkja á merkimiðann sem flugvallarstarfsmaður setur á töskuna þína, áður en hún fer með færibandinu til vonar og vara - ekki síst ef þú þarft að millilenda einhvers staðar á leiðinni.
- Merktu töskuna í bak og fyrir, á öllum hliðum, helst með farsímanúmeri.
- Ekki er verra að taskan sé áberandi - ýmist í áberandi lit eða merkt á áberandi hátt.
- Settu ferðaplanið með í töskuna þannig að auðvelt sé að koma auga á það, svo að flugvallarstarfsmenn viti hvert eigi að senda töskuna á eftir þér EF hún týnist og ekki næst í þig.
- Taktu myndir af innihaldi töskunnar þegar þú ert að pakka þannig að ljóst sé hvað fór í töskuna ef sanna þarf hvað var í henni.
- Taktu allar óþarfa ólar og handföng af töskunni ef hægt er til að minnka líkur á að hún festist á færibandinu o.s.frv.
- Farðu snemma á flugvöllinn, ekki tékka þig inn á síðustu mínútu.
- Tékkaðu þig inn á hefðbundinn hátt.
Meira um þetta í greininni 4 most common reasons airlines lose luggage.