Jónas Haraldsson skrifaði um "Vor í Prag" í Fréttatimanum 6. - 8. maí 2011 og minnist nokkurra ferða til þessarar fallegu borgar í Tékklandi og tengir við árið 1968 sem var ár mikilla atburða í sögu Tékklands.
Jónas segir m.a.:
Við hjónakornin heimsóttum Prag fyrst árið 1992. Þótt hin dauða krumla miðstýringar og ofríkis væri horfin mátti hvarvetna sjá merki hennar. Áratugalöng stöðnun blasti við. Sprotar voru þó farnir að skjóta upp kollinum. Íslenskir frumkvöðlar voru meðal þeirra fyrstu. Hjónin Þórir Gunnarsson og Ingibjörg Jóhanns dóttir opnuðu veitingastað á besta stað í borginni, mitt á milli helstu kennileita hennar, Klukkutorgsins og Karlsbrúarinnar.
og nokkru síðar: