Íslendingum býðst að leigja íbúð í hinum þekkta Svartaskógi í Þýskalandi. Um er að ræða 2ja herbergja íbúð í þorpinu Gernsbach (15.000 íb.) við ána Murg, 7 km austur af Baden-Baden. Í Gernsbach er bæði fallegur og sögulegur miðbær.
Íbúðin er á 3. hæð í 3ja hæða fjölbýlishúsi (átta íbúðir) með góðu útsýni. Tvær svalir eru á íbúðinni, til vesturs og austurs. Þannig er hægt að njóta sólar allan daginn ef fólk vill.
Gott hjónarúm og aukadýnur/uppblásanlegt rúm til að nota í stofu ef vill.
Í íbúðinni er allt til alls, borðbúnaður fyrir 6 manns, uppþvottavél, hljómtæki, sjónvarp, þráðlaus Internettenging og prentari. Gasgrill á svölum. Þvottavél/þurrkari í kjallara.
Íbúðin verður leigð í sumar og lágmarksdvalartími er 5 dagar.
Nánari upplýsingar um íbúðina: http://ingvararnason.net/
Staðsetning í Þýskalandi
- Europa Park Rust - fjölskylduskemmtigarðu
- Vogtsbauernhof - Svchwarzwälder Freilichtsmuseum sem er skemmtilegt byggðasafn í Svartaskógi
- Burg Berwartstein - kastali í Rheinland-Pfalz, getur verið einn af áfangastöðum þegar ekið er um Deutsche Weinstrasse.
- Burg Hohenzollern - Ættarsetur Prússakonunga
- ...og margt fleira.
Nóg er af sundlaugum í nágrenninu, t.d. Igelbachbad í Gernsbach (í göngufæri við íbúðina) en þar er s.k. "Freibad" sem þýðir að vatnið er hitað með sólarhita. Einnig er stutt til Baden-Baden í lúxusbaðstaði.
Í nágrenni Gernsbach má einnig finna nokkra golfvelli.
Myndir frá íbúðinni
Nánari upplýsingar um íbúðina: http://ingvararnason.net/
[Auglýsing]