Íslendingum býðst að leigja íbúð í hinum þekkta Svartaskógi í Þýskalandi. Um er að ræða 2ja herbergja íbúð í þorpinu Gernsbach (15.000 íb.) við ána Murg, 7 km austur af Baden-Baden. Í Gernsbach er bæði fallegur og sögulegur miðbær.
Íbúðin er á 3. hæð í 3ja hæða fjölbýlishúsi (átta íbúðir) með góðu útsýni. Tvær svalir eru á íbúðinni, til vesturs og austurs. Þannig er hægt að njóta sólar allan daginn ef fólk vill.
Gott hjónarúm og aukadýnur/uppblásanlegt rúm til að nota í stofu ef vill.
Continue reading "Íbúð til leigu í Svartaskógi, Gernsbach" »