Það er ekki ólíklegt að myndbandið frá París hér fyrir neðan veki upp góðar minningar hjá einhverjum ferðalöngum sem hafa átt þess kost að heimsækja París nú þegar. Hinir geta látið sig hlakka til. Eiffel turninn, Louvre, Notre Dame, Les Invalides og Sigurboginn - allt magnaðir staðir sem gera París að þeirri áhugaverðu og rómantísku borg sem hún er.
Dóná, Donau, Danube... Þetta næstlengsta fljót Evrópu (Volga er lengst) á upptök sín í bænum Donaueschingen í Svartaskógi (Þýskalandi) og rennur síðan í gegnum fjórar evrópskar höfuðborgir á leið sinni til Svartahafs, alls um 2872 km leið. Við sögu koma hvorki meira né minna en 10 lönd á einn eða annan hátt: Rúmenía, Ungverjaland, Serbía, Austurríki, Þýskaland, Búlgaría, Slóvakía, Króatía, Úkraína og Moldóva.
Víða er hægt að fara í skemmtilegar siglingar á þessu merkilega fljóti og hér fyrir neðan má sjá svipmyndir úr einni slíkri bátsferð þar sem siglt var á Dóná í nágrenni borgarinnar Regensburg í Þýskalandi, milli bæjarins Kelheim og klaustursins Weltenburg sem talið er að írskir eða skoskir munkar hafi reist árið 620 og er eitt elsta klaustur í Bæjaralandi.
Eyjan Caprí hefur löngum verið afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna. Sumum þykir nóg um allan ferðamannastrauminn en þó er hafið yfir allan vafa að fegurð eyjarinnar er einstök. Gott ráð til að njóta betur er að bregða sér til Caprí og gista, til að njóta megi eyjarninnar eftir að dagsferðamenn eru horfnir á braut.
Róm Róm er einn af þeim stórmerkilegu stöðum hér á jarðkringlunni þar sem hægt er að upplifa mannkynssöguna í mörgum lögum. Við hvert fótmál leynast ómetanlegar fornleifar eða listaverk, freistandi veitingastaðir, hrífandi götumyndir eða annað sem fær ferðamanninn til að...
Það getur verið gott að kunna skil á nokkrum siðum og venjum áður en ferðast er til Ítalíu Ítalskar tímasetningar Ítalir hafa nokkuð fastmótaðar tímasetningar fyrir mat og drykk og heimsóknir í söfn og kirkjur. Það er því ástæða til...