Valmöguleikum okkar fjölgar sífellt varðandi flug til og frá Íslandi, sérstaklega yfir sumartímann. Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni þar bæði hjá íslenskum og erlendum flugrekstraraðilum.
Aldrei hafa boðiðst jafn fjölbreyttir flugmöguleikar yfir sumartímann eins og nú. Því fyrr sem þú bókar, því meiri líkur á að þú fáir flug á viðráðanlegu verði og flug á þeim tíma sem þú kýst helst. Þó ber þess að geta að tilboð koma með af og til hjá flugfélögunum og þá er gott að geta verið sveigjanlegur.
Athugaðu að erlend flugfélög, sem bjóða flug til og frá Íslandi yfir sumartímann, fljúga sum hver að næturlagi og því þarftu að vega og meta kosti þess og galla, ásamt hugsanlegu tengiflugi. Ef þú ætlar að fljúga áfram, til dæmis til landa Suður-Evrópu s.s. Ítalíu, Spánar eða Grikklands, geta erlendu flugfélögin nýst vel því oftast er gott framboð af tengiflugi með sömu flugfélögum í allar áttir.
Icelandair
Áfangastaðir Icelandair eru mismunandi eftir árstíðum. Skoðaðu lista yfir áfangastaði Icelandair á vef þeirra.
Reglur um farangur borgar sig að skoða vel og vera meðvitaður um að greiða þarf fyrir veitingarnar um borð fyrir utan vatn og óáfenga drykki.
Ódýrustu fargjöldin færðu oftast með því að bóka með góðum fyrirvara og nýta til dæmis jólagjafabréf Icelandair. Þau hafa fram til þessa verið boðin til sölu í desember og fram til jóla. Með þeim geturðu keypt flugmiða sem nýtist á tilteknu tímabili eftir áramót og fram á vorið. Ef þú bókar flugmiða um leið og opnað er á bókanir, er góður möguleiki á að fá flugsæti á þeim tíma sem þú vilt og á betra verði en ella.
Icelandair býður aðild að Saga Club þar sem hægt er að safna vildarpunktum með því að kaupa þjónustu af Icelandair og nokkrum öðrum fyrirtækjum og með viðskiptum við ákveðna banka. Punktarnir geta síðan gengið upp í kaup á farmiðum þegar þeir eru orðnir nógu margir, eða annarri þjónustu eins og t.d. bílaleigu og gistingu innanlands.
Þú getur sparað með því að taka með þér nesti um borð í vélar Icelandair í stað þess að kaupa þar veitingar.
Wow Air
Skoðaðu áfangastaði sem í boði eru samkvæmt vefsíðu félagsins.
Taktu með í reikninginn farangursgjöldin sem Wow air innheimtir og bókunargjald ef þú þarft að velja á milli flugfélaga til að hafa allan kostnað inni í dæminu.
Wow býður upp á gjafabréf fyrir jól rétt eins og Icelandair.
SAS
Icelandair og SAS hafa með sér samstarf. Ef þú ætlar að fljúga til borga á Norðurlöndum, jafnvel áfram innan þeirra, er sjálfsagt að kanna verð á vefsíðum SAS og Icelandair. Ef þú ætlar til fjarlægari landa, athugaðu þá kostnað við flug með Icelandair/SAS í gegnum Kaupmannahöfn.
EasyJet
EasyJet býður flug á milli Keflavíkur og London allt árið auk fleiri viðkomustaða í Bretlandi.
Önnur erlend flugfélög
Eftirfarandi flugfélög bjóða ýmist áætlunarflug eða leiguflug sem að mestu fer fram yfir sumartímann. Athugið að í þessum málum geta hlutirnir breyst með litlum fyrirvara.
o Air Berlin
o Air Greenland
o Austrian Airlines
o Delta
o Edelweiss Air
o Germanwings
o Lufthansa
o Niki Luftfahrt
o Norwegian
o Primera Air
o Thomas Cook Airlines
o Transavia.com
o Vueling
Áfangastaðir sem Íslendingum bjóðast í beinu flugi á sumrin eru orðnir býsna margir. Erfitt er að halda nákvæmlega utan um möguleikana þar sem "landslagið" breytist mjög ört.