Lestarferðir innan Evrópu
Gera má ráð fyrir að innan Evrópu verði lestarferðir æ fýsilegri valkostur á næstu árum í stað lággjaldaflugfélaga, sérstaklega á styttri leiðum þar sem fjarlægðin fer ekki mikið yfir 600 - 800 kílómetra. Búið er að taka stór skref varðandi samræmingu stærstu háhraðlestarkerfa Evrópu. Nánar um það á Railteam.eu.
Lestarferðir hafa þann stóra kost að þar þarf ekki að greiða sérstakt farangursgjald, engin 2ja tíma bið á flugvelli áður en farið er út í vél, ekkert vesen við að komast frá flugvelli og inn í borg og óneitanlega afslappaðra að sitja í lest en að vandræðast með vegakortið á bílaleigubíl.
Gagnlegar upplýsingar
Eftirfarandi vefsíður er algjört lykilatriði fyrir þig ef þú þekkir lítið til lestarferða í Evrópu og svara flestum spurningum:
- The Man in Seat 61
Ógrynni upplýsinga sem nýst geta ferðalöngum sem hyggja á lestarferðir um Evrópu og víðar. Verðugt framtak Bretans Mark Smith sem er sjálfur fyrrverandi starfsmaður bresku járnbrautanna. Skoða sérstaklega: A beginner‘s guide to buying cheap European train tickets online. - Ég mæli með bæklingnum Guide to Eurail Passes and your other options for getting around Europe frá bandaríska ferðafrömuðinum Rick Steves (Íslendingar geta þó hvorki keypt miða né passa í gegnum síðuna síðast þegar gáð var). Ágætar upplýsingar um lestarpassa má sömuleiðis finna á annarri síðu Rick Steves: Riding the rails with Rick.
Að kaupa lestarmiða
Íslendingar rekast stundum á hindranir þegar á að kaupa lestarmiða í gegnum netið. Þá er ýmist ekki gert ráð fyrir Íslandi í lista yfir lönd sem keypt geta miða, eða kreditkortið verður að vera breskt o.s.frv. Slóðirnar sem gefnar eru upp hér fyrir neðan varðandi kaup á lestarmiðum, eiga hins vegar að virka.
Meira um lestaráætlanir
Skoðaðu lestaráætlanir og tímatöflur fyrir Evrópu á eftirfarandi síðum:
- Bahn.de
Vefur þýsku járnbrautanna - International Train Planner
Vefur belgísku járnbrautanna - Railteam.eu
Tímatöflur og lestaráætlanir fyrir háhraðalestir í Evrópu og tengingar
Lestarpassar eða stakir miðar?
Lestarpassar geta hentað fyrir lengri ferðir/vegalengdir en stakir miðar fyrir einn legg eða styttri ferðir.
Lestu skilmálana...
Vertu vel á verði gagnvart skilmálum sem fylgja lestarmiðum/pössum. Ertu bundinn af ákveðinni lest á ákveðnum tíma? Hver er sveigjanleikinn ef þú missir af lest? Hvar og hvenær þarftu að láta stimpla miðann? Áður en farið er í lestina? Þarftu að borga viðbótargjald (supplement) fyrir hraðlest?
Það væri vissulega kjarabót ef hægt væri að kaupa alla lestarmiða á einum stað fyrir öll lönd Evrópu og vera viss um að fá alltaf ódýrasta miðann... Það er þó ekki hægt frekar en flugmiða, a.m.k. ekki ennþá. Einn ferðagúrúinn segir m.a. að best sé að kaupa evrópska lestarmiða á netinu frá því lestarfyrirtæki sem við á hverju sinni. Þannig fáist besta verðið – engir milliliðir, engin bókunargjöld, burðargjöld o.s.frv.
Ef þú vilt spara þér ómakið við að leita uppi ódýrasta kostinn og flýta fyrir þér með því að bóka í gegnum millilið, er hægt að kaupa bæði lestarmiða og lestarpassa á Rail Europe (World) Svo virðist sem í einhverjum tilvikum sé miðinn eingöngu í boði á pappír og bætist þá sendingargjald við.
- Bahn.de
Þýsku járnbrautirnar, netfargjöld oft í boði.
- Thalys.com (háhraðalestir)
Samstarf lestarfyrirtækja í Þýskalandi, Belgíu, Frakklandi og Hollandi . Hægt að kaupa miða milli margra borga í þessum löndum.
- TGV háhraðalestirnar (í eigu frönsku lestanna)
Net hraðlesta um alla Evrópu. Taktu eftir "price calendar" þar sem sýnd eru ódýrustu fargjöldin.
Lestarpassar eru til í mýmörgum útgáfum. Þar skiptir m.a. máli:
- Aldur farþega
- Fjöldi landa sem ferðast á um – eitt eða fleiri
- Tímalengd ferðar
Sem dæmi um áhugaverða og freistandi lestarpassa má nefna Interrail Global Pass, European East Pass, Balkan Flexipass og BeNeLux Tourrail Pass. Einnig eru til passar fyrir einstök lönd og allt þar á milli.
Þú getur keypt lestarpassa á Rail Europe (World) en einnig á síðunni International Rail. Þar bætist við sendingargjald.
Loks er ástæða til að nefna ágæta slóð fyrir kaup á Interrail passa (bæði "global" og fyrir einstök lönd): Interrail.eu. Ath. panta í tæka tíð fyrir Ísland. Sendingargjald.
Tenglar á lestarfyrirtæki í nokkrum löndum Evrópu
- Evrópa almennt (og fleiri heimshlutar)
RailfanEuropenet.net - Vefsíður allra lestarfyrirtækja í Evrópu og víðar
- Bretland
National Rail – skoðaðu sérstaklega Cheapest fare finder til að finna ódýrustu miðana
Rail.co.uk
- Frakkland
Voyages-sncf.com