The original Sound of Music Tour
Lengd ferðar: 4 klst.
Sound of Music skoðunarferðin fléttar saman á skemmtilegan hátt ferð um Salzburg, Seenland vatnasvæðið og tökustaði kvikmyndarinnar Sound of Music.
Eftirfarandi staðir verða heimsóttir:
Mirabell garðarnir
Leopoldskron kastalinn
Hellbrunn kastali
Nonnberg klaustrið
St. Gilgen and Wolfgang vatnið
Mondsee dómkirkjan
Mirabell garðarnir voru hannaðir á 18. öld og þar dönsuðu Maria og börnin í kringum styttuna af vængjaða hestinum Pegasus um leið og þau sungu "Do-re-mi" í kvikmyndinni.
Leopoldskronkastali er heimsóttur en hann var notaður sem heimili Trapp fjölskyldunnar og Leopoldskronvatnið þar sem börnin duttu úr bátnum áður en þau hittu barónessuna í fyrsta skiptið. Danssalurinn sem notaður var í myndinni var byggður á feneyska salnum í Leopoldskronkastala.
Við Hellbrunn höllina frá á 17. öld, stendur garðhúsið (Pavilion) þar sem Leisl og Frans sungu dúettinn "I am sixteen, going on seventeen".
Nonnberg klaustrið er einnig heimsótt. Það er elsta klaustrið í hinum þýskumælandi hluta Evrópu þar sem Maria var lærlingur og þar sem hún og baróninn giftu sig. Ferðalangar fá sjá St. Gilgen og Wolfgang vatnið sem birtust í upphafi kvikmyndarinnar.
Mondsee dómkirkjan er síðust á dagskrá en þar fór brúðkaup Maríu og barónsins fram.